Stjórnendabreytingar hjá Valitor

Birkir Jóhannsson, nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs.
Birkir Jóhannsson, nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs. Mynd/Valitor

Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Valitor. Markmið breytinganna er að styrkja samþættingu innan Valitor og dótturfyrirtækja félagsins í Bretlandi og Danmörku, ásamt samvirkni samstæðunnar. Krefjandi verkefni eru framundan og stefnt er að áframhaldandi vexti erlendis. 

Stjórnun og mannauður er nýtt svið innan Valitor. Helstu verkefni þess snúa að samþættingu sviða og dótturfyrirtækja Valitor ásamt mannauðsmálum, uppgjörum, áætlunargerð, kostnaðargreiningu, bókhaldi og öryggismálum. Framkvæmdastjóri nýja sviðsins er Ingibjörg Arnarsdóttir. Hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Áhættustýringar, fjármála og mannauðs hjá Valitor frá árinu 2008. Ingibjörg er viðskiptafræðingur, Cand.oecon, frá endurskoðunarsviði Háskóla Íslands og hefur M.Sc. Finance próf frá Cass Business School í London.

Birkir Jóhannsson er nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs. Helstu verkefni sviðsins eru stefnumótun fjármála Valitor og dótturfélaga, fjárstýring og fjárhagsleg greining.  Birkir starfaði áður við fyrirtækjaráðgjöf á Fjárfestingarbankasviði Arion banka árin 2010-2015.  Þar áður starfaði hann hjá Lögmönnum Höfðabakka og Landsbanka Íslands. Birkir er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Hann er jafnframt lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður.

Kristján Þór Harðarson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðasviðs. Meginverkefni sviðsins eru stjórnun á viðskiptum fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum, bæði varðandi færsluhirðingu fyrir erlenda kaupmenn og útgáfu á greiðslukortum til erlendra korthafa. Alþjóðasvið starfrækir söluskrifstofu í London. Kristján Þór Harðarson hóf störf hjá félaginu árið 2008 og gegndi áður stöðu framkvæmdastjórna Markaðs- og viðskiptaþróunar. Hann lauk B.Sc. prófi í markaðsfræðum og M.A. prófi í alþjóðamarkaðsfræðum frá University of Alabama í Bandaríkjunum.

Framkvæmdastjórn Valitor skipa nú auk ofangreindra: Viðar Þorkelsson, forstjóri,  Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs, Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Kortaútgáfusviðs, Steinunn Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu og rekstrar og Sigurður Ingvar Ámundason, framkvæmdastjóri Vöruþróunar og nýsköpunar.

Ingibjörg Arnarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri stjórnunar- og mannauðssviðs.
Ingibjörg Arnarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri stjórnunar- og mannauðssviðs. Mynd/Valitor
Höfuðstöðvar Valitorst í Dalshrauni í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitorst í Dalshrauni í Hafnarfirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK