16,4 milljörðum lakari en í fyrra

Aukinn innflutningur var á flutningatækjum, aðallega flugvélum.
Aukinn innflutningur var á flutningatækjum, aðallega flugvélum. AFP

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,2 milljarða króna og inn fyrir 64,9 milljarða króna fob (68,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 13,7 milljarða króna. Í febrúar 2014 voru vöruskiptin hagstæð um 2,7 milljarða króna á gengi hvors árs.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir 101,8 milljarða króna en inn fyrir 108,3 milljarða króna fob (tæpa 115 milljarða króna cif). Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 6,6 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 9,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  16,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður, segir í frétt Hagstofu Íslands.

Álverðmæti eykst og eins sjávarafurða

Fyrstu tvo mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 10,6 milljörðum eða 11,6% hærra á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 57,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 21,3% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 37,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,2% hærra en á sama tíma árið áður.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 27 milljörðum eða 33,2% hærra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Aukinn innflutningur var á flutningatækjum, aðallega flugvélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK