Lýsi kemur ekki í stað lyfja

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þú tekur ekki sjúkling af lyfjum og gefur honum bara lýsi,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, og bendir á að Lýsi sé fyrst og fremst fyrirbyggjandi fæðubótarefni. 

Líkt og mbl hefur greint frá var í morgun birt grein í New York Times þar sem spurningamerki er sett við gagnsemi lýsis. Þar segir að fjöldi rannsókna á undanförnum árum hafi leitt í ljós að það virðist ekki minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdæómum. Þar er haft Dr. James Stern, forstöðumanni hjarta­sjúk­dóma­for­varna hjá Wiscons­in-há­skóla­sjúkra­hús­inu, að fyrri rannsóknir á áhrifum lýsis hafi átt sér stað þegar meðferð við hjarta- og æðasjúkdómum hafi allt önnur en nú. Í dag séu meðferðirnar svo góðar að eitthvað jafn smávægilegt og lýsishylki hafi ekki merkjanleg áhrif.

Ekki hægt að bera saman lýsi og lyf

Katrín segir að verið sé að bera saman epli og appelsínur í greininni. „Við erum búin að rýna þetta nokkuð vel og okkur sýnist þetta mikið á misskilningi byggt. Meginatriðið í þessu er að það er verið að tala um sjúklinga sem hafa fengið einhvers konar áföll í hjarta- og æðakerfi og þurfa vissulega á lyfjum að halda. Þá er ekki hægt að bera saman virkni lýsis við virkni lyfja,“ segir hún.

Árni Geir Jónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Lýsi, tekur undir með Katrínu og segir jafnframt að erfitt sé að leggja mat á þær upplýsingar sem koma fram í grein NYT þar sem ekki sé vísað í þær rannsóknir sem liggja til grundvallar þeim skoðunum sem þar koma fram. „Hægt er að benda á mikinn fjölda rannsókna hefur sýnt fram á gagnsemi ómega-3, öfugt við þær niðurstöður sem rætt er um í greininni,“ segir hann og bendir jafnframt á greiningu þar sem fjallað er um líklegar ástæður að baki misvísandi niðurstöðu rannsókna. Þar kemur fram að ómega-3 fitusýrur hafi í raun fyrirbyggjandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma og að skýringuna megi líklega rekja til breyttrar og aukinnar notkunar annarra lyfja er vinna einnig gegn þess konar sjúkdómum.

Ómega-3 fitusýrur nauðsynlegar

Katrín ítrekar þá að lýsi sé fyrirbyggjandi fæðubótarefni sem ekki geti komið í staðinn fyrir lyfjagjöf þegar um sjúkdóma er að ræða.

„Sjúklinga þarf eðli máls samkvæmt að meðhöndla með lyfjum en við höfum bent á að ómega-3 fitusýrur séu líkamanum nauðsynlegar. Nauðsynlegar fyrir mismunandi líffæri og vegna ýmissa þátta,“ segir Katrín og bætir við að fyrir liggi um 25 þúsund rannsóknir sem sýni fram á jákvæðna virkni. „Miðað við þann fjölda finnst manni þetta heldur létt á vogarskálunum.“

Frétt mbl.is: Segja ekki sýnt fram á gagnsemi lýsis

Frá verskmiðju Lýsis.
Frá verskmiðju Lýsis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK