Stórfyrirtæki mótmæla mismunun

Mynd af Twitter síðu Gap

Mörg stórfyrirtæki hafa látið í sér heyra og mótmælt harðlega nýjum lögum í Indíana ríki í Bandaríkjunum er geta gert fyrirtækjum kleift að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Samkvæmt lögunum geta einstaklingar og fyrirtæki borið fyrir sig trúarskoðunum fyrir rétti.

Öldungadeildaráðið í Arkansas samþykkti þá einnig svipað frumvarp á föstudag. Lögunum er ætlað að standa vörð um trúarskoðanir manna.

Hér eru nokkur stórfyrirtæki sem hafa mótmælt lögunum.

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP

1. Apple. Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, sem kom út úr skápnum í október, hefur gagnrýnt lögin og hvatti á föstudag ríkisstjóra Arkansas til þess að neita að skrifa undir lögin.

EPA

2. Walmart. Forstjóri verslunarkeðjunnar, Doug McMillon, hefur jafnframt hvatt ríkisstjóra Arkansas til þess að beita neitunarvaldi. Hann sagði lögin ganga gegn grunngildum fyrirtækisins og auk þess sem lögin gefi ranga mynd af Arkansas og fjölbreyttu umhverfi ríkisins.

Jeremy Stoppelman, forstjóri Yelp.
Jeremy Stoppelman, forstjóri Yelp. AFP

3. Yelp. Forstjóri fyrirtækisins, Jeremy Stoppelman, sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag og sagði það óhugsandi að fyrirtækið myndi viðhalda eða útvíkka starfsemi sína í ríki sem stuðlaði að mismunun.

4. Salesforce. Strax í kjölfar þess að lögin voru samþykkt aflýsti Marc Benioff, forstjóri fyrirtækisins sem selur skýjalausnir, öllum viðburðum í Indiana.

5. Angie's List. Fyrirtæki sem rekur vefsíðu er gefur fyrirtækjum einkunnir hefur sett áform um stækkun fyrirtækisins í Indiana á bið. Forstjóri fyrirtækisins, Bill Oesterle, sagði í yfirlýsingu að ekkert yrði aðhafst fyrr en ljóst væri hvaða áhrif lögin hefðu á starfsmenn. „Angie's List er opið öllum og mismunar engum og við erum gífurlega vonsvikin yfir þessum lögum,“ sagði í yfirlýsingu frá Oesterle.

6. Eli Lilly. Um 11 þúsund manns starfa hjá lyfjafyrirtækinu í Indiana. Í yfirlýsingu frá Eli Lilly sagði að að eitt af grunngildum fyrirtækisins væri virðing fyrir einstaklingnum og að allir núverandi og framtíðar starfsmenn ættu að finnast þeir velkomnir.

7 og 8. Gap og Levi's. Forstjóri félagsins er heldur utan um rekstur fatabúðanna tveggja sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem hann sagði lögin gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Hann sagði lögin vera skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni.

AFP

9. Twitter. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sagði að Twitter væri vonsvikið yfir lögum sem leyfa mismunun. 

AFP

10. Nike. Forstjóri Nike sagði fyrirtækið standa stolt við jafnrétti. „Við teljum að allir eigi að standa jafnir gagnvart lögum og að þau eigi að koma í veg fyrir mismunun. Við vonum að Indiana leysi fljótt úr þessu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK