Framkvæmdir við Hlíðarenda á næstu dögum

Hlíðarendi. Mikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð.
Hlíðarendi. Mikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð. Tölvuteikning/Alark

Framkvæmdir á Valssvæðinu við Hlíðarenda hefjast á næstu dögum að sögn Brynjars Harðarsonar, framkvæmdastjóra Valsmanna hf. Fyrst verður lagður framkvæmdavegur milli íþrótta- og byggingarsvæðisins. 

Brynjar segir að nú eigi einungis eftir að ganga frá samningum við GT verktaka sem urðu fyrir valinu í útboði á verkinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um sex ár og heildarkostnaðurinn verði á bilinu 25 til 30 milljarðar króna. Brynjar sagði á dögunum í samtali við mbl að fjármögnunin væri fjölþætt og að þegar hefði náðst samstarf við íslenska fagfjárfesta.

Vals­menn hf. er í 40% eigu Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals auk rúm­lega 400 ein­stak­ling­a sem saman eiga 60% hlut. Valsmenn keyptu byggingarlandið á Hlíðarenda hinn 11. maí 2005 á 872 milljónir króna af Reykjavíkurborg.

Allt að 850 íbúðir

Á öllu Hlíðar­enda­svæðinu má bú­ast við allt að 800 til 850 íbúðum, en um 200 þeirra verða svokallaðar stúd­enta­ein­ing­ar og til út­leigu fyr­ir náms­menn. Byrjað verður á framkvæmdum við um 600 íbúðir en helmingur þeirra verður tveggja her­bergja og rúm­ur fimmt­ung­ur þriggja her­bergja.

Sam­hliða upp­bygg­ing­unni verður ráðist í breyt­ing­ar á íþrótta­svæði Vals á Hlíðar­enda, með til­færslu á gervi­grasvelli, fjölg­un æf­inga­valla og bygg­ingu knatt­húss í hálfri stærð.

Frétt mbl.is: Áherslan á smærri íbúðir við Hlíðarenda

Frétt mbl.is: Íbúðir á svæðinu gætu orðið allt að 850

Frétt mbl.is: Mun gjörbreyta fjárhag Vals

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK