Tösku- og hanskabúðin flutt

Tösku og hanskabúðin var í tæp 53 ár á Skólavörðustíg.
Tösku og hanskabúðin var í tæp 53 ár á Skólavörðustíg. Kristinn Ingvarsson

Tösku- og hanskabúðin er flutt í nýtt húsnæði eftir að hafa verið í tæp 54 ár á Skólavörðustíg 7. Eigandi verslunarinnar segir nokkra eftirsjá eftir gamla húsnæðinu en er þó bjartsýn á framhaldið.

„Við erum búin að ganga í gegnum sorgarferlið. Nú er maður búinn að skilja og er bjartsýnn og kominn á nýjan stað,“ segir Gréta Oddsdóttir, eigandi Tösku- og hanskabúðarinnar, létt í bragði.

Búðin var opnuð að nýju að Laugarvegi 103 á laugardaginn og Gréta segist vera að ljúka við að koma sér fyrir og reiknar með að klára það fyrir mánaðarmótin.

Hún segir marga fastakúnna hafa verið mjög sorgmædda yfir flutningnum en hins vegar hafi það glatt hana að sjá að margir þeirra mættu á opnunina á laugardaginn var.

Ekki kominn nýr leigjandi

Tösku- og hanskabúðin flutti þar sem leigusamningurinn var að renna út í júlí, en samkvæmt heimildum mbl er ekki kominn nýr leigjandi að húnsæðinu.

Tösku- og hanska­búðin var stofnuð 3. októ­ber 1960 af Ingi­björgu Jóns­dótt­ur og Þorgrími Brynj­ólfs­syni. Hún hef­ur alla tíð verið til húsa á horni Skóla­vörðustígs og Bergstaðastræt­is.

Í samtali við mbl í febrúar sagðist Bjarni Há­kon­ar­son, fram­kvæmda­stjóri á Hót­el Óðinsvé­um, að leit að nýjum eigendum stæði yfir. Hús­eign­in er í eigu Gamma ehf. en það fé­lag á jafn­framt rekstr­ar­fé­lagið sem rek­ur Hót­el Óðinsvé á Þórs­götu 1. Hót­el Óðinsvé leig­ir út hót­el­íbúðir á efstu hæð hússins.

Gamma ehf. er í 50% eigu Pama ehf. og í 50% eigu Punds ehf., skv. Cred­it­in­fo. Pama ehf. er í eigu Valla­ness ehf., sem er í 100% eigu Berg­ljót­ar Þor­steins­dótt­ur fv. flug­freyju.

Pund ehf. er í 100% eigu Hann­es­ar Hilm­ars­son­ar, for­stjóra Air Atlanta. Berg­ljót er gift Magnúsi Stephen­sen, viðskipta­fé­laga Hann­es­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK