Reiðufé að klárast í Berlín

Margir hraðbankar í Berlín eru tómir.
Margir hraðbankar í Berlín eru tómir. AFP

Margir hraðbankar í Berlín standa nú tómir sökum verkfalls hjá starfsmönnum fyrirtækisins Prosegur, sem sér um að fylla á hraðbankana. Heimamenn og túristar geta því lent í vandræðum með reiðufé.

Fyrirtækið sér um hraðbanka German bank, Berliner Bank, Postbank, Commerzbank og Sparda-Ban.

Í frétt Túrista er bent á að í Berlín sé að sjálfsögðu hægt að borga fyrir langflest með greiðslukorti. Á sumum stöðum er hins vegar aðeins hægt að versla fyrir reiðufé. Til dæmis er ekki hægt að kaupa farmiða með korti í sjálfsölunum á neðanjarðarlestarstöðvum borgarinnar. Margar verslanir og veitingastaðir vilja heldur ekki sjá kortin. 

Gætu ferðamenn á leið til Berlínar því þurft að hafa þetta í huga.

Í samtali við Bloomberg fréttastofuna segist háskólaneminn Batgerel Militz vera pirruð á ástandinu. Þá hafði hún árangurslaust reynt að taka pening út úr tveimur hraðbönkum áður en hún fann pening í þeim þriðja og hafði nánast misst af lestinni sinni á meðan.

 

<blockquote class="twitter-tweet">

Germany, bring cash, workers who fill up ATM's are on strike, cash shortages at machines or empty.

— Easy Travel Report (@EasyTravelReprt) <a href="https://twitter.com/EasyTravelReprt/status/595786184816762880">May 6, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK