Hlutabréf í Eimskipum hríðféllu

Mynd/Eimskip

Hlutabréf í Eimskipum féllu um 6,15% í verði í um 378 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Félagið birti afkomu sína fyrir fyrsta fjórðung ársins í gær og var hagnaðurinn umfram væntingar, að Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskipa.

Hagnaður félagsins var 1,5 milljónir evra, sem jafngildir um 223 milljónum króna, á fjórðunginum en það er um 2,3 milljónum evra betri afkoma en á fyrsta fjórðungi í fyrra.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,9% í dag í 1,4 milljarða króna viðskiptum. Vísitalan lækkaði um 1,1% í vikunni og var meðal dagsvelta 1,1 milljarður króna. Hefur vísitalan hækkað um 11,5% frá áramótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK