Seðlabankinn býður eignir Hildu til sölu

Enn er unnið að uppgjöri þeirra fjármálafyrirtækja sem féllu við …
Enn er unnið að uppgjöri þeirra fjármálafyrirtækja sem féllu við bankaáfallið og salan á Hildu er hluti af því. mbl.is/Ómar

Seðlabankinn stefnir að sölu alls eignasafns Hildu, sem er dótturfélag Eignasafns Seðlabankans.

Bókfært virði safnsins er um 20 milljarðar króna. Í því eru fullnustueignir og fyrirtækjalán sem komust í eigu Seðlabankans þegar samið var um yfirtöku hans á ákveðnum eignum og skuldum Dróma árið 2013.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samkvæmt heimildum þess er stefnt að því að selja eignasafnið í heilu lagi og að það verði gert í opnu söluferli í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK