Hlutabréf taka kipp í kjaraviðræðum

Frá Kauphöllinni.
Frá Kauphöllinni. mbl.is/Þórður

Gengi flestra hlutabréfa á Aðalmarkaði Kauphallarinnar hefur hækkað nokkuð í dag. Gengi bréfa í Högum hefur hækkað um 1,89%, bréf í Icelandair hafa hækkað um 1,74%, bréf VÍS hafa hækkað um 1,42% og bréf í N1 hafa hækkað um 1,6%, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, að jákvæð skref í átt til lausnar á vinnumarkaði skýri að öllum líkum þessar hækkanir.

Stefán segir þetta einnig hafa áhrif á skuldabréfamarkaðinn þar sem langtímavextir hafa varið lækkandi. Félög sem eru næmust fyrir breytingum þar á, líkt og tryggingafélög, hafa því hækkað í verði.

Þá hækkar gengi þeirra félaga sem eru með marga starfsmenn innan raða VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands, þar sem drög að samningi liggja fyrir. Það á t.d. við um Icelandair og Haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK