MS slær á létta strengi með Arla

Í nýrri auglýsingu frá Mjólkursamsölunni er slegið á létta strengi með Arla-skyrmálið. Þar sakar íslenska skyrið Arla skyrið um að vera einungis jógúrt.

Auglýsingar Arla sem teknar voru upp á Íslandi hafa vakið mikla athygli og ekki var síður tekið eftir því þegar aðstandendur Facebook-síðu Arla skyrsins sögðu það vera íslenskt og kváðu starfsemina vera á Höfn á Íslandi. Gantast er með þetta í auglýsingunni þar sem Arla-skyrið er jafnframt spurt hvort það sé að austan.

Frétt mbl.is: Arla seg­ist ís­lenskt og á Höfn

Líkt og mbl hefur greint frá eyddi Arla villandi upplýsingum, um að skyrið væri íslenskt, af Facebook síðunni eftir ábendingar frá MS og sótreiðum Íslendingum. 

Frétt mbl.is: Skjald­borg um ís­lenska skyrið

Í sam­tali við Berl­in­ske Tidene sagði Theis Brøg­ger, upp­lýs­inga­full­trúi Arla í Dan­mörku, að notk­un skáld­sagna­per­sóna í aug­lýs­inga­her­ferðum væri ekki óeðli­leg. Það mætti víðar sjá. Hins veg­ar þyrfti sú per­sóna að segja sann­leik­ann.

Twitter síðu Arla skyrsins hefur þá einnig verið breytt en áður kom fram að maður að nafni Herbjörn, frá Höfn, væri umsjónarmaðurinn. Nú stendur að Herbjörn, Íslandsunnandi, sé í því hlutverki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK