Gjafmildir milljarðamæringar

Richard Branson, stofnandi Virgin veldisins.
Richard Branson, stofnandi Virgin veldisins. mbl.is/AFP

Prinsinn Alwaleed bin Talal bættist í dag í hóp milljarðamæringa sem hafa gefið út að þeir hyggist setja fjármuni sína í góðgerðastarf í stað þess  að láta erfingja sína fá alla upphæðina. Komst hann þannig í hóp með Melindu og Bill Gates, Warren Buffet, Patrice Motsepe, Lillian Bettencourt, Mark Zuckerberg, Tim Cook og fleirum

Eignir prinsins eru metnar á allt að 32 milljörðum dala, en hann ætlar að gefa það allt á næstu árum, samkvæmt tilkynningu frá honum í dag. Melinda og Bill Gates stofnuðu árið 2000 sjóðinn Gates Foundation, en hlutverk hans er að berjast gegn sjúkdómum og ýta undir menntun. Settu þau upphaflega 4 milljarða dala í sjóðinn.

Árið 2010 ýttu svo Bill Gates og fjárfestirinn Warren Buffet úr höfn átaki sem hvatti milljarðamæringa í Bandaríkjunum að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðamála þegar þau falla frá. Herferðin náði fljótlega út fyrir Bandaríkin og hafa hátt í 100 milljarðamæringar staðfest þátttöku sína í verkefninu. Meðal þeirra eru Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Larry Ellison, forstjóri Oracle, Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri New York, Azim Premji, fjárfestir í upplýsingatækni í Indlandi, Vincent Tan, fjárfestir frá Malasíu, Richard Branson, fjárfestir og eigandi Virgin samstæðunnar, Carl Icahn, fjárfestir og George Lucas, kvikmyndaframleiðandi.

Tim Cook, forstjóri Apple, hefur þá sagt að hann ætli að gefa öll sín auðæfi til góðgerðamála, en þau eru metin í dag á um 800 milljónir dala. Þá stofnaði Liliane Bettencourt, höfuð L‘Oreal samstæðunnar, Bettencourt Scheuller Foundation, en samtökin hafa meðal annars stutt við bakið á öðrum samtökum sem berjast gegn alnæmi.

Bill Gates er ríkasti einstaklingur heims, en hann er meðal …
Bill Gates er ríkasti einstaklingur heims, en hann er meðal þeirra milljarðamæringa sem hafa gefið út að þeir muni gefa stóran hlut auðæfa sinna til góðgerðamála. AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AFP
Warren Buffet.
Warren Buffet. Mynd/wikipedia.org
Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP
Prinsinn Alwaleed bin Talal frá Sádi-Arabíu ætlar að gefa öll …
Prinsinn Alwaleed bin Talal frá Sádi-Arabíu ætlar að gefa öll auðæfi sín til góðgerðamála. Mynd/wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK