Viðurkenna yfirverðlagningu

John Mackey og Walter Robb, forstjórar Whole Foods,
John Mackey og Walter Robb, forstjórar Whole Foods, Skjáskot af Youtube

Stjórnendur Whole Foods viðurkenndu í dag að þeir hefðu yfirverðlagt vörur í verslunum þeirra í New York. Þeir hyggjast bæta ráð sitt og lofuðu að viðskiptavinir myndu fá matinn gefins ef verslunin verður aftur uppvís að athæfinu.

John Mackey og Walter Robb, forstjórar Whole Foods, báðu neytendur afsökunar í dag í myndbandi sem var tekið upp í ávaxtadeildinni í einni af verslunum keðjunnar. Þeir viðurkenndu að sumir viðskiptavinir hefðu óvart verið látnir greiða of mikið fyrir niðursneidda ávexti, nýkreista ávaxtasaga og samlokur. „Við gerðum mistök. Við viljum gangast við því og segja hvað hvað við ætlum að gera í því,“ sagði Robb.

Líkt og mbl greindi frá á dögunum komust starfsmenn neytendastofu í New York að því að verslanakeðjan hefur kerf­is­bundið yf­ir­verðlagt vör­ur sem fyr­ir­tækið pakk­ar sjálft og sel­ur. Þetta var sagt vera versta til­felli rangr­ar verðmerk­ing­ar sem sést hefur.

Whole Foods hefur því lofað að verðlagning verði framvegis rétt í 100% tilvika. Annars fær viðskiptavinurinn vöruna ókeypis.

Í könnun neytendastofu voru alls átta­tíu mat­vöru­teg­und­ir skoðaðar en í 89 pró­sent til­vika hafði Whole Foods merkt vör­una rang­lega og sagt hana vera þyngri en raun bar vitni. Fyr­ir­tækið of­rukkaði þannig viðskipta­vini allt frá 0,8 doll­ur­um fyr­ir pek­an-hnetu mjöl og upp í tæpa 15 doll­ara fyr­ir pakka af kó­kos-rækj­um.

Frétt mbl.is: Gróf yfirverðlagning í Whole Foods

Verslanir Whole Foods er að finna um öll Bandaríkin.
Verslanir Whole Foods er að finna um öll Bandaríkin. Mynd/Whole Foods

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK