Fötin hans Georgs seldust upp

Georg í gallanum kíkir á systur sína í skírninni.
Georg í gallanum kíkir á systur sína í skírninni. AFP

Hinn tæplega tveggja ára gamli Georg prins er fyrir löngu orðinn að tískufyrirmynd en stuttbuxnasettið sem hann klæddist í skírn litlu systur sinnar um helgina var uppselt í morgun í stærðunum fyrir tólf og átján mánaða börn.

Hönnuðurinn, Rachel Riley, var þó greinilega búin að búa sig undir þennan möguleika þar sem staðan breyttist fljótt og virðist hún hafa fyllt á lageinn eftir að breska blaðið Telegraph greindi frá því að fötin væru uppseld. 

Þrátt fyrir að aftur sé hægt að kaupa fötin hefur hins vegar verið settur kvóti á hvern viðskiptavin þar sem einungis er hægt að kaupa þrjú sett í einu.

Settið kostar 189 dollara eða um 25 þúsund krónur en Georg hefur áður klæðst fötum frá hönnuðinum. 

Það vakti einnig athygli að Vilhjálmur Bretaprins, pabbi Georgs, klæddist nánast eins fötum í skírn bróður síns árið 1984.

Hér má kaupa fötin.

Frétt mbl.is: Mala gull með hjálp prinsessunnar

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK