Kærasta Magnúsar Scheving opnar veitingastað

Frakkastígur 26a
Frakkastígur 26a Mynd/Minjastofnun

Hrefna Björk Sverrisdóttur, kærasta Magnúsar Scheving, íþróttaálfs og hugmyndasmiðs Latabæjar, hyggst opna veitingastað á Frakkastíg 26a.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitti leyfi til ýmissa breytinga á húsnæðinu í maí sl. Það voru Hrefna Björk og félagið Taste sem sóttu um leyfið. Félagið Taste ehf. er í eigu Hrefnu Bjarkar og Move ehf.

Magnús Scheving er stjórnarformaður félagsins.

Þau fengu m.a. leyfi til þess að stækka kvisti hússins, stækka glugga og klæða að utan með borðaklæðningu. Þá stendur til að breyta innra skipulagi og innrétta sem veitingahús fyrir 48 gesti.

Í skýrslu Minjastofnunar kemur fram að Guðlaugur Guðlaugsson byggði húsið árið 1924 og hefur það staðið óbreytt að mestu frá upprunalegri gerð.

Hrefna Björk Sverrisdóttir
Hrefna Björk Sverrisdóttir Mynd af Facebook
Magnús Scheving sem íþróttaálfurinn
Magnús Scheving sem íþróttaálfurinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK