Kjarnorkusamkomulag hefði áhrif á olíuverð

Olíuvinnsla í Norðursjó.
Olíuvinnsla í Norðursjó. EPA

Viðræður Bandaríkjamanna og Írana um kjarnorkusamkomulag og afléttingu viðskiptaþvingana gætu endað með samkomulagi á allra næstu dögum. Samkomulag á milli þjóðanna gæti haft athyglisverð áhrif á markaði víðs vegar um heim, meðal annars olíumarkaðinn.

Dagens næringsliv greinir frá því í dag að Íranar eiga 45 milljónir tunna sem þeir geta sent út úr landi um leið og viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Það gæti haft áhrif á heimsmarkaðsverðið en til samanburðar framleiða Norðmenn um 1,5 milljónir tunna á dag.

Samkvæmt Bloomberg og Reuters er olía Írana tilbúin til útflutnings og því gæti kjarnorkusamkomulag strax lækkað heimsmarkaðsverðið á olíu. 

Einnig er greint frá því að fjöldi olíufélaga hafi áhuga á því að fjárfesta í olíu í Íran ef af  samkomulagi verður. Mansour Moazami, aðstoðarráðherra olíumála í Íran, hefur nýlega sagt að stefnt sé að því að tvöfalda olíuframleiðslu á næstu mánuðum. Sérfræðingar draga hins vegar þær tölur í efa. 

Bjarne Schieldrum, sérfræðingur hjá SEB Markets segir í samtali við DN að áhrifin af uppsafnaðri olíu Írana gæti haft áhrif á olíuverðið næstu 12-18 mánuðina. 

Þjóðirnar tvær hafa sett frest þangað til á morgun til að ná samkomulagi. Ef það tekst ekki fyrir frestinn mun málið tefjast mun lengur þar sem það mun taka lengri tíma að koma samkomulaginu í gegnum bandaríska þingið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK