Austurs-mál Ásgeirs Kolbeins tekið fyrir

Ásgeir Kolbeinsson
Ásgeir Kolbeinsson Friðrik Tryggvason

Mál Ásgeirs Kolbeinssonar gegn meðeiganda sínum að skemmtistaðnum Austur verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið varðar vanefnir á kaupsamningi um skemmtistaðinn.

Á árinu 2013 samþykktu Ásgeir og Styrmir Þór Bragason, eigendur Austurs, kauptilboð frá félaginu Alfacom General Trading í allt hlutafé félagsins 101 Austurstræti ehf.

101 Austurstræti er leyfishafi og rekstraraðili skemmtistaðarins Austurs. Alfacom General Trading er í eigu manns að nafni Kamran Keivanlou.

Samkvæmt kaupsamningnum greiddi Alfacom þeim Ásgeiri og Styrmi helming umsamins kaupverðs fyrir öll hlutabréf í félaginu við undirritun. Við það varð Kamran jafnframt stjórnarformaður 101 Austurstrætis.

Kamran hefur hins vegar ekki greitt eftirstöðvar kaupverðsins.

Kjarninn hefur stefnu málsins undir höndum en í frétt Kjarnans kemur fram að Kamran hafi farið að venja komur sínar á Austur eftir undirritun kaupsamningsins þar sem hann hafði í hótunum við starfsfólk og viðskiptavini og var í kjölfarið bannað að koma á skemmtistaðinn þegar hann var opinn.

Flestar kröfur Kamran felldar niður

Alfacom General Trading, félagið í eigu Kamran, lagði fram gagnstefnu í málinu. Lögmaður Ásgeirs Kolbeinssonar sagði í samtali við mbl að gagnstefnan hafi verið tekin fyrir á dögunum þar sem öllum kröfum utan einnar var vísað frá.

Sú sem eftir stendur varðar það hvort Alfacom geti rift kaupunum vegna vanefnda seljenda. Fjárkröfum í nokkrum liðum var hins vegar vísað frá.

Íslandsbanki hefur einnig kært Kamran, sem líkt og áður sagði er formaður 101 Austurstrætis, til lögreglu fyrir að blekkja starfsmann bankans til þess að gefa honum upp leyninúmer á reikningum félagsins.

Eftir að hafa fengið það greiddi hann með fjármunum félagsins, persónulega 4,4 milljóna kröfu kröfu sem tengdist félaginu ekki. 101 Austurstræti hefur jafnframt kært hann fyrir fjársvik til lögreglu vegna þessa.

Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Íslandsbanka um málið fengust þau svör að bankinn myndi ekki tjá sig um málefni viðskiptavina.

Af Facebook síðu Austur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK