Hagnaður Bank of America tvöfaldast

AFP

Hagnaður Bank of America á öðrum fjórðungi ársins meira en tvöfaldaðist á milli ára. Alls nam hann 5,3 milljörðum dala á fjórðunginum, en það jafngildir um 712 milljörðum króna.

Í tilkynningu sögðu forsvarsmenn bankans, sem er sá næst stærsti í Bandaríkjunum, að auknar tekjur af fasteignalánum og lægri útgjöld skýrðu þessa bættu afkomu.

Brian Moynihan, bankastjóri Bank of America, sagði jafnframt að bankinn hafi einnig notið góðs af batanum sem hefur verið í bandaríska hagkerfinu.

Um töluverð umskipti eru að ræða frá því á sama tíma í fyrra, þegar hagnaðurinn dróst verulega saman, aðallega vegna mikils lögfræðikostnaðar.

Afkoman á öðrum fjórðungi ársins var betri en greinendur höfðu gert ráð fyrir og hækkuðu hlutabréf í bankanum um næstum því 3% í verði eftir að uppgjörið var birt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK