Bill Gates gekk á bjarg í Hornvík

Bill Gates,
Bill Gates, AFP

Bill Gates, stofnandi Microsoft, fór til Hornvíkur á sunnudag. Flytja átti hann með þyrlu í Hornvík en ekki fékkst leyfi fyrir lendingu og því var lent í Furufirði, utan friðlands, og var Gates fluttur með báti þaðan til Hornvíkur þar sem hann gekk upp á bjarg.

Þetta kemur fram á vefsíðu Bæjarins besta. Þá segir að þeir sem komu að ferðinni hafi verið gert að skrifa undir yfirlýsingu um þagnarskyldu.

Á laugardaginn var greint frá því að Gates hefði einnig komið við í Vestmannaeyjum með þyrlu þar sem hóp­ur líf­varða tók á móti honum og fylgdarliði. Var haldið niður að bryggju og um borð í Stóra Örn. Sigldi hann um­hverf­is eyj­arn­ar, meðal ann­ars í Æðar­helli. Komu þau svo í land um klukk­an hálf fjög­ur og skoðuðu bæ­inn. 

Bill Gates er stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims.

Frétt mbl.is: Bill Gates skoðaði Vestmannaeyjar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK