Júllabúð gjaldþrota

Hjón­in Júlí­us Freyr Theo­dórs­son og Ingi­björg Þórðardótt­ir
Hjón­in Júlí­us Freyr Theo­dórs­son og Ingi­björg Þórðardótt­ir

Félagið Júllabúð ehf., sem hélt utan um rekstur Júllabúðar í Hrísey, var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Eftir að Júllabúð var lokað var engin verslun í eynni. Í kjölfarið lögðu velunnarar Hríseyjar sitt af mörkum og opnuðu Hríseyjarverslunina í sama húsnæði.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að kröfuhafar hafi tvo mánuði til þess að lýsa kröfum í þrotabúið. 

Líkt og mbl hefur áður greint frá lokaði Júlí­us Freyr Theó­dórs­son, eigandi Júllabúðar, versluninni hinn 10. marsl. sl. og sagði reksturinn einfaldlega hafa verið erfiðan. Á síðasta ári var versluninni einnig lokað vegna fjármangsskorts en með samhentu átaki tókst að opna verslunina aftur eftir vikulokun. Í samtali við mbl sagðist Júlíus oft upplifa stöðu sína erfiða gagn­vart birgj­um og taldi und­ar­legt að ekki væri hægt að bjóða smá­versl­un­ar­eig­end­um út­sölu­verð úr Bón­us sem heild­sölu­verð.

Eftir lokunina í mars sl. var engin verslun í eynni og lýsti Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri þungum áhyggjum af ástandinu.

Söfnuðu þremur milljónum

Í kjölfarið var hins vegar stofnað hlutafé þar sem öllum velunnurum eyjunnar gafst kostur á að leggja eitthvað til stofnun nýrrar verslunar. Í maí náðist að safna þremur milljónum króna sem þurfti til þess að koma versluninni á koppinn. 

Í byrjun júní var Hríseyjarverslunin síðan opnuð í húsnæðinu en á Facebook síðu hennar kemur fram að reksturinn hafi gengið mjög vel og að starfsmenn hafi naumast haft undan að panta vörur áður en þær klárast. 

Nýja Hríseyjarverslunin
Nýja Hríseyjarverslunin
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK