Sökuðu Mylluna um blekkingar

Búið er að breyta Brioche uppskriftinni.
Búið er að breyta Brioche uppskriftinni.

Heitar umræður um ný Brioche hamborgarabrauð Myllunnar sköpuðust í hópi fagmanna í veitingabransanum á Facebook sem töldu að verið væri að blekkja neytendur. Í auglýsingum Myllunnar segir að uppskriftin sé byggð 600 ára gamalli franskri hefð í bakstri.

Fagmenn í veitingageiranum voru hins vegar lítt hrifnir af breytingum Myllunnar á upprunalegu uppskriftinni og bentu á að lykilhráefni vantaði: Smjörið.

Í brauði Myllunnar var notast við smjörlíki. Veitingageirinn benti í gær á að í biblíu fagmanna, Larousse Gastronomique, komi skýrt fram innihaldið á Brioche deiginu sé smjör, ger, vatn, salt, sykur, mjólk, hveiti og egg.

Breyttu uppskriftinni

Björn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Myllunni, segir að uppskriftin af Brioche brauði Myllunnar sé fengin frá Þýskalandi. „Í Evrópulöndum er uppskriftin að Brioche með tilbrigðum. Það segir sig sjálft að uppskrift tekur breytingum á 600 árum en  misjafnt er hvaða hráefni eru notuð í hana,“ segir hann og bætir við að uppskrift Myllunnar hafi innihaldið smjörlíki.

Hin vegar hafa bakarar Myllunnar í samráði við gæðaeftirlit fyrirtækisins breytt uppskriftinni og ákveðið að nota íslenskt smjör í staðinn til viðbótar við íslensk egg og auka þannig gæði Brioche brauðanna.

Björn segir fyrstu framleiðsluna, sem tók mið af þýsku uppskriftinni, hafa selst upp á tveimur dögum og því séu brauðin með smjöri og eggi komin í búðarhillur núna.

Í eldri uppskriftinni var smjörlíki en ekki smjör. Fagmenn voru …
Í eldri uppskriftinni var smjörlíki en ekki smjör. Fagmenn voru óhressir með það.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK