Greiðslufall hjá Púertó Ríkó

Alejandro García Padilla, ríkisstjóri Puertó Ríkó, tilkynnti í júni að …
Alejandro García Padilla, ríkisstjóri Puertó Ríkó, tilkynnti í júni að ekki yrði hægt að greiða skuldirnar. AFP

Stjórnvöld í Púertó Ríkó greiddu ekki 58 milljón dollara afborgun sem var á eindaga í dag en þetta er fyrsta greiðslufallið í 117 ára sögu bandaríska sjálfstjórnarsvæðisins. Ríkisbankinn sem átti að inna greiðsluna af hendi kennir löggjafanum um þar sem greiðslan var ekki samþykkt á þingi.

Heildarskuldin nemur alls 72 millj­örðum dollara en til að setja það í sam­hengi þá er lands­fram­leiðsla Pú­er­tó Ríkó rösk­lega 100 millj­arðar dala og íbúa­fjöld­inn ríf­lega 3,5 millj­ón­ir. Rík­is­stjór­inn, Al­ej­andro García Padilla, hefur sagt að ríkissjóður ráði ekki við greiðslu skuldarinnar.

Þrátt fyrir að Púertó Ríkó sé strangt til tekið „sér­stakt sam­bands­svæði“ Banda­ríkj­anna þá hef­ur landið ekki þá laga­legu stöðu sem þyrfti til að geta leitað á náðir al­rík­is­stofn­ana sem gætu leyst rík­is­sjóðinn úr snör­unni. Ekki er held­ur mögu­legt að fara sams kon­ar gjaldþrota­leið og t.d. Detroit. Til þess þyrfti sér­stakt leyfi frá Banda­ríkjaþingi.

Í frétt New York Times kemur fram að vextir sem nema 628 þúsund dollurum hafi þó verið greiddir. Þá segir að ákvörðunin um að standa ekki við greiðsluna auki þrýsting á lánadrottna um endurskipulagningu skulda.

Tilraunir hafa verið gerðar til endurskipulagningu skulda síðustu misserin og hafa bandarískir vogunarsjóðir verið fyrirferðamiklir eigendur skuldabréfa eyjunnar. Púertó Ríkó mun ekki fá aðstoð frá ríkisstjórn Bandaríkjana, sem hefur sagt að neyðaraðstoð sé ekki að fá í Washington.

Frétt mbl.is: Grískt ástand í Púertó Ríkó

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK