Bílaleigum fjölgar ört

Bílaleigubílum hefur fjölgað mikið og eru nú rúmlega 18.000 talsins.
Bílaleigubílum hefur fjölgað mikið og eru nú rúmlega 18.000 talsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Á landinu öllu eru 154 bílaleigur sem hafa fengið leyfi hjá Samgöngustofu, flestar þeirra eru skráðar í Reykjavík, Reykjanesbæ og Kópavogi. Í Reykjavík eru 56 bílaleigur skráðar, í Reykjanesbæ eru þær 30 og í Kópavogi 24.

Þeim sem ætla að starfrækja bílaleigu er gert að sækja um leyfi til Samgöngustofu en mikil aukning hefur orðið síðustu ár í leyfisveitingum, að því  er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Á árinu 2010 voru leyfisveitingarnar 4, árið eftir voru 26 leyfi veitt, álíka fjöldi leyfa voru veitt árið 2012, 29 leyfi árið 2013, 32 leyfi árið 2014 og á þessu ári eru 39 ný leyfi þegar skráð. Gjald fyrir leyfisveitingu er 25 þúsund krónur sem greitt er til Samgöngustofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK