Met í fjölda ferðamanna og veltu þeirra

Fjöldi ferðamanna í júlí var 25% meiri en í júlí …
Fjöldi ferðamanna í júlí var 25% meiri en í júlí fyrir ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn eitt metið var slegið í fjölda erlendra ferðamanna og greiðslukortaveltu þeirra í síðasta mánuði. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til landsins og aldrei hefur greiðslukortavelta erlendra ferðamanna verið meiri í einum mánuði.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 180.679 erlendir ferðamenn um Leifsstöð í júlí. Greiðslukortavelta þeirra var næstum 24 milljarðar króna.

Fjöldi ferðamanna í júlí var 25% meiri en í júlí fyrir ári. Aukning í erlendri greiðslukortaveltu í júlí var 31% frá sama mánuði í fyrra. Velta á hvern erlendan ferðamann jókst um 4,8% á milli ára.

Þetta kemur fram hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þúsund krónur í júlí. Það er um 5% hærri upphæð en í júlí í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3% á milli ára.

Ferðamenn frá Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í júlí eða 209 þúsúnd krónur á hvern ferðamann. Svisslendingar eru í öðru sæti með 207 þúsund krónur á hvern ferðamann og Norðmenn með 193 þúsund krónur.

77% aukning hjá ferðaskipuleggjendum

Gistiþjónusta er sá liður ferðaþjónustunnar sem ferðamenn vörðu hæstum upphæðum til í mánuðinum, eða 4,7 milljörðum króna. Það er 29% hærri upphæð en í júlí í fyrra. Svipaðri upphæð, eða 4,6 milljarði króna, vörðu erlendir ferðamenn til kaupa á ferðum innanlands hjá ýmsum ferðaskipuleggjendum. Mikill vöxtur hefur verið í þeim geira ferðaþjónustunnar eða sem nemur 77% aukningu frá júlí í fyrra.

Af þeirri erlendu kortaveltu sem varið er til kaupa í verslunum fór mest til kaupa í dagvöruverslunum eða 932 milljónir króna. Þá greiddu erlendir ferðamenn 763 milljónir króna til kaupa á fatnaði og 504 milljónum króna til kaupa í minjagripaverslunum

Íslendingar eyddu 9 milljörðum erlendis

Ekki eru eins miklar breytingar á milli ára í útgjöldum íslenskra ferðamanna innanlands eins og þeirra erlendu. Þannig jókst kortavelta íslenskra ferðamanna á gististöðum hérlendis um 8,8% á milli ára.

Íslendingar greiddu með kortum sínum 303 milljónir fyrir gistingu í júlí sem er um 6% af erlendri kortaveltu á gististöðum. Þá greiddu Íslendingar 1,2 milljarða króna í júlí til ferðaskipuleggjenda innanlands, sem er 5,5% aukning frá júlí í fyrra og nemur um 27% af því sem erlendir gestir vörðu til sömu þjónustu. 

Í júlí var greiðslukortavelta Íslendinga erlendis um 9 milljarðar króna sem er 20% aukning frá júlí í fyrra.

Hver ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um …
Hver ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þúsund krónur í júlí. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK