Fyrrum sveitastjóri Norðurþings til PCC

Bergur Elías Ágústsson, fyrrum sveitastjóri Norðurþings.
Bergur Elías Ágústsson, fyrrum sveitastjóri Norðurþings.

Bergur Elías Ágústsson, fyrrum sveitastjóri Norðurþings, hefur verið ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu PCC sem vinnur að því að reisa kísilver á Bakka við Húsavík. Eftir að Bergur hætti sem sveitastjóri tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Það var Feykir sem greinir fyrst frá málinu, en í samtali við mbl.is staðfestir Bergur að hann muni á uppbyggingatíma kísilversins aðstoða verkfræðinga og aðra við að halda utan um verkefnið.

Bergur var sveitastjóri í langan tíma meðan viðræður við PCC stóðu yfir um byggingu kísilversins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK