Bergur Elías Ágústsson, fyrrum sveitastjóri Norðurþings, hefur verið ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu PCC sem vinnur að því að reisa kísilver á Bakka við Húsavík. Eftir að Bergur hætti sem sveitastjóri tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Það var Feykir sem greinir fyrst frá málinu, en í samtali við mbl.is staðfestir Bergur að hann muni á uppbyggingatíma kísilversins aðstoða verkfræðinga og aðra við að halda utan um verkefnið.
Bergur var sveitastjóri í langan tíma meðan viðræður við PCC stóðu yfir um byggingu kísilversins.