Hagnaður Arion 19,3 milljarðar

Hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum á fyrri hluta ársins.
Hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum á fyrri hluta ársins.

Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2015 nam 19,3 milljörðum króna samanborið við 17,4 milljarða króna á sama tímabili 2014. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 8,7 milljörðum, samanborðið við 6 milljarða á sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfall bankans nemur nú 23,2% og hefur lækkað úr 26,3% frá því í árslok 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Markast afkoma tímabilsins mjög af óreglulegum liðum líkt og á árinu 2014. Skipta þar mestu einskiptisatburðir eins og skráning og sala bankans á hlutum í fasteignafélaginu Reitum og alþjóðlega drykkjaframleiðandanum Refresco Gerber. Arðsemi eigin fjár var 22,8% samanborið við 23,4% á sama tímabili árið 2014.

Hagnaður af reglulegri starfsemi á tímabilinu nam 8,7 milljörðum króna samanborið við 6,0 milljarða á sama tímabili 2014. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 10,8% á fyrri helmingi ársins samanborið við 8,1% á sama tímabili 2014. Heildareignir námu 974,8 milljörðum króna samanborið við 933,7 milljarða króna í árslok 2014.

Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 23,2% en var 26,3% í árslok 2014. Lækkunin er einkum tilkomin vegna arðgreiðslu að fjárhæð 12,8 milljarðar króna og fyrirframgreiðslu á víkjandi lánum frá ríkinu að fjárhæð 20 milljarðar króna. Hlutfall eiginfjárþáttar A nam 21,8% og er óbreytt frá árslokum 2014.

Rekstrartekjur Arion voru á fyrri hluta ársins 36,1 milljarður, en á fyrri hluta síðasta árs námu þær 25,7 milljörðum. Mikil hækkun rekstrartekna er einkum tilkomin vegna söluhagnaðar og hækkunar á verðmati á eignarhlutum í Reitum fasteignafélagi hf. og Refresco Gerber í tengslum við skráningu félaganna á markað.

Eigið fé bankans var 168,4 milljarðar. en nam 162,2 milljörðum í lok árs 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK