Hiksti í Kína sendir óróleikabylgju á markaði

Rauðar tölur í Kína hafa sent óróleikabylgjur um allan heiminn …
Rauðar tölur í Kína hafa sent óróleikabylgjur um allan heiminn að undanförnu. AFP

Áhrif af ástandi kínverska hagkerfinu eru enn að koma skýrt fram á mörkuðum um heim, en í viðskiptum í morgun lækkuðu hlutabréfavísitölur í Þýskalandi og Frakklandi um meira en 3%. Í Bretlandi var lækkunin örlítið lægri, en þar hafa hlutabréf þó lækkað um rúmlega 2,5%.

Í dag komu fram nýjar tölur um framleiðslu í Kína, en þær sýndu fram á samdrátt og hafa ekki verið lægri í þrjú ár. Tölur yfir hinn stóra framleiðslugeira í Kína eru taldar vera góður mælikvarði á stöðu hagkerfisins, en ekki hafði verið samdráttur á framleiðslu í landinu síðan í febrúar.

Í kjölfar birtingar framleiðslutalnanna í Kína lækkaði olíuverð í Asíu, en þær sýndu meðal annars að olíunotkun stærstu framleiðslufyrirtækjanna hafði dregist saman í mánuðinum.

Hlutabréfamarkaðir í Sjanghæ, Hong Kong og Tókýó fundu fyrir þessum hreyfingum í Kína, því þar lækkuðu hlutabréf einnig. Í Tókýó lækkuðu bréf um 3,84 í viðskiptum dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK