Bæjarins bestu flytja um 5 metra

Pylsuvagn Bæjarins bestu var fluttur um fimm metra í gærkvöldi.
Pylsuvagn Bæjarins bestu var fluttur um fimm metra í gærkvöldi. Mynd/Eyjólfur Finnsson

Pylsuvagn Bæjarins bestu í Tryggvagötu var hífður upp í skjóli nætur og fluttur til. Um fimm metra. Staðsetningin er hins vegar einungis til bráðabirgða þar sem vagninn þarf að flytja aftur. Um þrjá metra.

Ástæðan að baki flutningunum eru framkvæmdir við nýtt lúxushótel í Hafn­ar­stræti 17 til 19.

Frétt mbl.is: Rifið og endurbyggt í Hafnarstræti

Með komu hótelsins mun svæðið í kring taka nokkrum breytingum þar sem nýju torgi verður komið fyrir við skúrinn líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd af svæðinu.

„Við erum í smá dansi á meðan það er verið að taka allar lagnir úr torginu,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, og bendir á að spennistöðin á bak við skúrinn verði flutt til í framkvæmdunum. Finna þurfti stað á torginu þar sem engar lagnir voru. „Það var ástæðan fyrir því að við fórum á akkúrat þennan punkt,“ segir hún.

Breyting á aðkomu

Ekki liggur fyrir hvenær skúrinn verður fluttur aftur, um þrjá metra, en það veltur á Orkuveitunni. Aðspurð hvort það hafi verið mikið vesen að færa skúrinn segir Guðrún það hafa verið dálitla aðgerð en bætir við að flutningarnir hafi þó verið vel undirbúnir. „Þetta gekk bara vonum framar,“ segir hún.

„Þetta verður skemmtilegt svæði. Torg með mannlífi og fallegu umhverfi,“ segir Guðrún, sem er sátt við breytingarnar. 

Eftir breytingarnar verður ekki hægt að stöðva bílinn beint fyrir utan skúrinn og hlaupa eftir pylsu en hægt verður að leggja í Tryggvagötu.

Bæjarins bestu fagna 78 ára afmæli á þessu ári.

Skúrinn þarf að flytja aftur um þrjá metra.
Skúrinn þarf að flytja aftur um þrjá metra. Mynd/Eyjólfur Finnsson
Torgið eins og það kem­ur til með að líta út.
Torgið eins og það kem­ur til með að líta út. Mynd/THG arki­tekt­ar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK