Verðstríð til London hafið

Vél frá British Airways á leið til lendingar á Heathrow-flugvelli …
Vél frá British Airways á leið til lendingar á Heathrow-flugvelli í London. AFP

Verðstríð á flugmiðum til London virðist hafið ef marka má viðbrögð WOW og Icelandair við tilboði British Airways.

Á laugardag var greint frá því að British Airways væri að bjóða farmiða til London á 5.055 krónur í vetur. Í kjölfarið sendi WOW air út netklúbbstilboð þar sem flugmiðar til London voru seldir á 5.999 krónur.

Það er fjögur þúsund krónum minna en miðarnir kostuðu áður. Þegar Túristi leitaði eftir svörum um ástæður þessarar 40 prósent verðlækkunar vildi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, aðeins segja að það væri markmið WOW air að bjóða lægsta verðið.

Líkt og að framan greinir toppaði félagið hins vegar ekki boð British Airways.

Icelandair lækkaði þá einnig verðið til London í vikunni. Samkvæmt athugun Túrista fóru ódýrustu farmiðarnir úr 17.455 krónum niður í 16.205 krónur.

„Við lækkuðum eldsneytisálagið um 15% á dögunum, og það getur haft áhrif á þessi verð, þó svo eftirspurn ráði almennt verði í flugi eins og allir þekkja," segir Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, um ástæður verðlækkunarinnar.

Rétt er að taka fram að öfugt við British Airways, WOW og easyJet þá fylgir farangursheimild með öllum farmiðum Icelandair. 

Á þessari stundu er hins vegar lítið eftir af 5.055 króna fargjöldum British Airways yfir háveturinn en félagið er þó ennþá með miða á 7.155 og 9.205 þúsund krónur. Ódýrustu farmiðarnir hjá WOW eru þá aftur komnir upp í 9.999 krónur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK