Fimmtungi minni velta í áfengisverslunum

Úr Vínbúð ÁTVR.
Úr Vínbúð ÁTVR. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í ágúst varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 4,19% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 2,71% en erlendis var veltuaukningin 11,21%.

Aukningin er minni en var í júlímánuði þegar hún nam 6,67% milli ára.

Velta í áfengisverslunum dróst saman um 10,22% milli ára samanborið við 13,54% vöxt í júlí.

Velta á bensínstöðvum og með eldsneyti dróst saman um 15,54% samanborið við 8,68% samdrátt í júlí.

Í matvöru- og stórverslunum jókst velta um 2,61% og var aukningin minni en í júlí þegar hún nam 5,26%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK