Hlutur Icelandair minnkar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umferð um Keflavíkurflugvöll eykst með hverju ári. Umferðin í september var fjórðungi meiri í ár en í fyrra og helmingi meiri en í september 2013.

Í síðasta mánuði var í heildina boðið upp á 1.556 áætlunarferðir.

Í frétt Túrista kemur fram að þrátt fyrir að Icelandair bjóði upp á bróðurpart allra ferða til og frá Keflavík fer hlutdeild félagsins ört lækkandi með auknum hlut erlendra flugfélaga.

Icelandair var með 75 prósent allra ferða fyrir tveimur árum en í ár var hlutdeild félagsins um 66 prósent. Hlutdeild WOW er sú sama og fyrir tveimur árum þrátt fyrir að félagið hafi fjölgað ferðum sínum umtalsvert. Önnur félög hafa nefnilega, á sama tíma, aukið áherslu sína á flug hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK