284 milljóna gjaldþrot Lifandi markaðar

Mynd/Lifandi markaður

Gjaldþrotaskiptum hjá þrotabúi Lokaðs markaðar ehf., sem áður hét Lifandi markaður, er lokið. Kröfurnar námu alls 284,4 milljónum króna.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 4. júlí 2014 en skiptum var lokið 1. október sl. Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að búskröfur og veðkröfur hafi fengist greiddar að fullu auk þess sem rúmur helmingur forgangskrafna fékkst greiddur. Ekkert fékkst hins vegar greitt upp í almennar né eftirstæðar kröfur.

Verslun og veitingastaður Lifandi markaðar í Borgartúni stendur ennþá opinn undir sömu merkjum þar sem eign­ar­halds­fé­lagið EE Develop­ments keypti reksturinn út úr gjaldþrota félaginu í júlí 2014.

Á sama tíma keypti veitingastaðurinn Gló einnig tvo af veit­inga­stöðum fyrirtækisins; í Kópavogi og Fákafeni og rekur þá í dag undir eigin nafni.

Fyrrum stjórnendur kærðir fyrir fjársvik

Nokkuð hefur verið fjallað um gjaldþrotið þar sem heildsalan Innes kærði fyrrverandi stjórnendur fyrirtækisins fyrir fjársvik og blekkingar í júlí 2014i. Í kær­unni kom fram að Lif­andi markaður hafi lagt inn pant­an­ir hjá Innn­esi eft­ir að fyr­ir­tækið óskaði eft­ir gjaldþrota­skipt­um. 

Óskað var eft­ir gjaldþrota­skipt­um hinn 26. júní og líkt og áður segir var fyr­ir­tækið úr­sk­urðað gjaldþrota 4. júlí sl. Í millitíðinni samdi fyr­ir­tækið við Innn­es um greiðslur á eldri skuld­um og frek­ari pant­an­ir.

Fyr­ir­tækið lofaði að fyr­ir­greiðsla væri vænt­an­leg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þrem­ur vik­um og voru pant­an­ir Lif­andi markaðar því af­greidd­ar.

Frétt mbl.is: Kæra fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar

Frétt mbl.is: Gló kaup­ir hluta af Lif­andi markaði

Frétt mbl.is: Nýir eigiend­ur að Lif­andi markaði

Frétt mbl.is: Lif­andi markaður gjaldþrota

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK