Innkalla 1,8 milljónir Cheerios pakka

General Mills þarf að innkalla 1,8 milljón pakka af Cheerios morgunkorni. Ástæðan er sú að morgunkornið er merkt glútenlaust en er það í rauninni ekki.

Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær segir að hveiti gæti hafa komist í snertingu við morgunkornið á fjögurra daga tímabili. Því þarf að innkalla allt sem framleitt var undir glútenlausum merkjum á þeim tíma.

Talskona General Mills, Kirsite Foster, segir að nokkrar tilkynningar um veikindi viðskiptavina hafi borist í gegnum netið auk þess sem tveimur kvörtunum hefur formlega verið beint til þeirra.

Fyrirtækið er nú að framleiða glútenlausar útgáfur af fimm Cheerios tegundum. Þessi innköllun á við um Honey Nut Cherrios og klassískt Cheerios.

Samkvæmt upplýsingum frá Nathan & Olsen, umboðsaðila Cheerios á Íslandi, er innköllunin einungis bundin við Bandaríkjamarkað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK