Ný ferðamálastefna í beinni

Mikill fjöldi ferðamanna streymir til landsins þessi misserin.
Mikill fjöldi ferðamanna streymir til landsins þessi misserin. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í dag munu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar kynna nýjan vegvísi fyrir íslenska ferðaþjónustu á kynningarfundi sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu kl. 14.00.

Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu á mbl.is og streymið er aðgengilegt hér að neðan.

Undanfarið ár hafa atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Samtök ferðaþjónustunnar staðið að vinnu í mótun framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Vöxtur í greininni hefur verið ævintýri líkastur undanfarin misseri með gríðarlegum tækifærum en líka verkefnum til úrlausnar.

Jafnframt kemur út skýrsla sem dreift verður á fundinum. Hægt verður að nálgast skýrsluna á vefsíðum Ferðamálastefnunnar, vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og á vefsíðu Samtaka ferðaþjónustunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK