„Við erum íþróttabrjálað fólk“

Beinar gjaldeyristekjur af íþróttum eru nálægt fjórum milljörðum króna.
Beinar gjaldeyristekjur af íþróttum eru nálægt fjórum milljörðum króna. mbl.is/Golli

„Ég held að við séum íþróttabrjálað fólk,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, við kynningu á skýrslu um hagræn áhrif íþrótta í dag. Hann sagði veltuna er stafar beint frá íþróttahreyfingunni vera smáatriði þegar litið væri til þeirra félagslegu gilda og lýðheilsuáhrifa sem íþróttir hafa í för með sér.

Í skýrslunni kemur fram að beinar gjaldeyristekjur af íþróttum séu nálægt fjórum milljörðum króna auk þess sem óbeinar tekjur eru töluverðar en á fundinum kom margoft fram að um lágmarkstölu væri að ræða.

Hvað lýðheilsuáhrifin varðar benti Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, einnig á það sem fram kemur í skýrslunni að íþróttir spari íslenska þjóðarbúinu milljarða króna kostnað á hverju ári í það sem annars myndi hljótast af reykingum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að nefna fasta tölu en talið er að árlegt framlag íþróttahreyfingarinnar til heilsueflingar hvað reykingar varðar gæti verið á bilinu fimm til tíu milljarðar á ári.

Gengur ekki til lengdar

Mikið var rætt um afrekssjóð en í skýrslunni er bent á að stækkun sjóðsins gæti breytt miklu. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi, sem er þrjátíu milljóna króna aukning milli ára.

Illugi sagðist gera sér grein fyrir að þetta væri eitthvað sem bæta þyrfti á næstu árum. „Þegar við erum farin að ná svona miklum árangri fara menn að ganga að því sem gefnu,“ sagði Illugi og vísaði t.d. til handboltalandsliðsins og þess að Íslendingar séu farnir að gera ráð fyrir föstu sæti á öllum stórmótum. „Þessir hlutir gerast ekki án þess að til sé afreksfólk.“

Hann vísaði til þess að heimilin í landinu, foreldrar iðkenda og íþróttamennirnir sjálfir, væru að standa straum að miklum kostnaði vegna stórmóta og að það gengi ekki til lengdar.

Hér má lesa skýrsluna í heild.

Frétt mbl.is: Hvaða máli skipta íþróttir?

Það gengur ekki til lengdar að íþróttamenn og fjölskyldur þeirra …
Það gengur ekki til lengdar að íþróttamenn og fjölskyldur þeirra séu að bera allan kostnað af mótum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK