AGS staðfestir endurgreiðsluna

AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag frétt á vefsíðu sinni þar sem staðfest er að Ísland hafi endurgreitt fyrirfram það sem eftir stóð af lánum sjóðsins til landsins. Seðlabankinn tilkynnti í gær að til stæði að endurgreiðslan færi fram.

Eftirstöðvar lánsins frá AGS námu jafnvirði 42 milljörðum króna en það var tekið í tengslum við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins í kjölfar falls bankanna í október 2008. Heildarfjárhæð lánsins, sem tekið var í áföngum í samræmi við efnahagsáætlunina, nam um 250 milljörðum króna þegar áætluninni lauk í ágúst 2011.

Íslensk stjórnvöld höfðu áður greitt til baka lán sem fenginu voru í kjölfar falls bankanna frá hinum norrænu löndunum, Póllandi og Færeyjum.

Frétt mbl.is: Lán frá AGS greitt upp fyrirfram

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK