321 milljóna króna kröfur í forstjórafélag

Jón Þórisson, fyrrum forstjóri VBS.
Jón Þórisson, fyrrum forstjóri VBS. Steinar H

Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur við gjaldþrot félagsins Universal Exports ehf., sem var í eigu fyrrum forstjóra VBS fjárfestingarbanka, Jóns Þórissonar. Kröfurnar námu alls tæplega 321 milljón króna.

Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að skiptum hafi verið lokið í sumar, hinn 14. júlí sl. en félagið var úrskurðað gjaldþrota í upphafi ársins, hinn 4. febrúar sl.

Félagið var stór hluthafi í bankanum en Viðskiptablaðið greindi m.a. frá því í lok ársins 2012, þegar slitastjórn VBS fór fram á endurgreiðslu kúluláns sem Jón fékk fyrir hlutabréfakaupum í bankanum, að forstjórinn hefði mátt vita af því þegar lengt var í lánunum, í nóvember 2008, að fjárhagsstaða bankans væri orðin bág ef ekki ógjaldfær. 

VBS fór í þrot í mars árið 2010 og lýstar kröfur í þrotabúið námu 48 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK