Segir gagnrýni vera „eftiráspeki“

Arion banki hefur selt 31% hlut í Símanum á síðustu …
Arion banki hefur selt 31% hlut í Símanum á síðustu 7 vikum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka segir auðvelt að gagnrýna bankann fyrir þá ákvörðun að selja völdum fjárfestum hluti í Símanum á lægra gengi eftir að niðurstaða útboðsins liggur fyrir. 

Líkt og fram hefur komið seldi bankinn fjárfestahópi sem forstjóri Símans setti saman um 5% hlut í fyrirtækinu á genginu 2,5. Hlutinn má ekki selja fyrr en 1. janúar 2017. Skömmu síðar seldi bankinn völdum hópi viðskiptavina sinna 5% hlut í Símanum á genginu 2,8 en þeir verða að halda á hlutnum í þrjá mánuði.

Meðaltalsgengi í útboðinu í síðustu viku reyndist 3,33 krónur á hlut og því liggur fyrir að valdir aðilar fengu hlut í bankanum á lægra gengi en almennir fjárfestar.

Fól salan í sér markaðsmisnotkun?

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar hefur beint spurningum til Bankasýslu ríkisins, sem fer með 13% eignarhlut ríkisins í bankanum, þar sem m.a. er spurt hvort salan hafi mögulega falið í sér markaðsmisnotkun.

Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka, kallar gagnrýnina eftiráspeki í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Það sem liggur ljóst fyrir í dag að loknu útboði lá ekki ljóst fyrir nokkrum vikum og mánuðum áður en útboðið fór fram.“

Hann bendir á að eftirspurn í hlutafjárútboðum sé misjöfn og að ekki hafi verið hægt að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. 

Líkt og fram kom í frétt Kjarnans á dögunum höfðu greiningaraðilar hins vegar spáð því að gengið útboðsgengið yrði allt að 3,2 krónur á hlut, eða töluvert yfir því gengi sem völdum fjárfestum bauðst.

Lægra gengi endurspeglar áhættu

Halldór vísar jafnframt til fyrrnefnds sölubanns og segir eðlilegt að fjárfestunum hafi boðist bréfin á lægra gengi til að endurspegla aukna áhættu þar sem ómögulegt sé að sjá fyrir hvert hlutabréfaverðið verður í upphafi árs 2017 auk þess sem völdu fjárfestarnir hafi haft aðgang að takmarkaðri upplýsingum.

„Fullyrðingar sem hafa heyrst um ofurgróða þeirra sem fjárfestu í hlutabréfum Símans með sölubanni til ársins 2017, þegar söluhömlum verður aflétt, eru því ekki á rökum reistar og bíða þarf til ársins 2017, þegar söluhömlum verður aflétt til að sjá hver lokaniðurstaðan verður á þeim viðskiptum,“ segir Halldór.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Reynir Acelsson, stjórnarformaður Kaupskila, sem fer með 87% eignarhlut slitabús Kaupþings í Arion banka, að félagið muni fjalla um söluna á fundi.

Arion banki á ennþá 7% hlut í Símanum.
Arion banki á ennþá 7% hlut í Símanum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK