Kaup Advania á Tölvumiðlun samþykkt

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Advania á Tölvumiðlun, en kaupin voru tilkynnt til eftirlitsins um miðjan ágúst á þessu ári.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að kaupin muni ekki hafa afgerandi áhrif á samkeppni á þessum markaði og að sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna bendi ekki til þess að til verði markaðsráðandi staða.

Tölvumiðlun er með elstu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins, sem þróar og selur viðskiptahugbúnað til fyrirtækja, þ.e. fjárhags- og mannauðskerfi.  en fyrirtækið á 30 farsæl ár að baki. Félagið mun tilheyra að mestu launa- og mannauðslausnum eftir sameiningu.  

„Við erum að vonum gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu. Frá því að gengið var frá kaupunum í sumar hafa stjórnendur Advania og eigendur Tölvumiðlunar unnið heilmikla undirbúningsvinnu við að skilgreina og skipuleggja hvernig samþætta eigi starfsemi fyrirtækjanna,“ er haft eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK