Salka stofnar de la Sól

Salka Sól Eyfeld
Salka Sól Eyfeld mbl.is/Árni Sæberg

Söngkonan Salka Eyfeld Hjálmarsdóttir hefur stofnað félag um sjálfa sig. Félagið heitir de la Sól, sem er „rapparanafn“ söngkonunnar. 

Í Lögbirtingarblaðinu segir að tilgangur félagsins sé opinber flutningur tónlistar, útgáfa tónlistar, talsetning inn á sjónvarpsefni og auglýsingar, markaðssetning á vörum fyrir þriðja aðila, lánastarfsemi og önnur sú starfsemi sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni.

Salka hefur verið önnum kafin undanfarið en hún er m.a. dómari í sjónvarpsþættinum Voice, sér um tónlistina í leikritinu „Í hjarta Hróa Hattar“ auk þess að syngja með hljómsveitinni Amabadama. Þá hefur hún talsett töluvert af barnaefni en þar má til dæmis nefna Lego Movie og Disney myndina Planes

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka