Garðar í eigendahóp Lögfræðistofu Reykjavíkur

Garðar Steinn Ólafsson
Garðar Steinn Ólafsson Aðsend mynd

Garðar Steinn Ólafsson hefur gengið til liðs við eig­enda­hóp Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur.

Garðar Steinn lauk embættisprófi í lögfræði í Háskóla Íslands í febrúar 2012. Með námi starfaði hann fyrir úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Að námi loknu hóf hann störf sem fulltrúi á Löggarði og starfaði þar allt þar til hann fékk réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi í maí 2013. Garðar Steinn stofnaði Lögmenn Ólafsson árið 2013, en hefur nú gengið til liðs við eigendahóp LR.

Sérsvið Garðars Steins innan lögfræðinnar eru m.a. stjórnsýsluréttur, vinnuréttur, mannréttindi, persónuvernd, réttarvernd borgara gagnvart ríkisvaldi og verjendastörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK