easyJet hættir og WOW tekur við

WOW air hefur flug til Bristol næsta sumar. easyJet mun …
WOW air hefur flug til Bristol næsta sumar. easyJet mun aftur á móti hætta sumarflugi á sömu leið.

WOW tilkynnti í gær að félagið ætlaði sér að hefja flug til borgarinnar Bristol á Bretlandi frá maí á næsta ári og yrði í framhaldinu flogið allt árið. Hingað til hefur easyJet flogið á þessari leið þrisvar í viku en mun næsta sumar draga sig út af þessum markaði. Farþegum á flugleiðinni fjölgaði mikið yfir vetrartímann en fjölgunin var lítil sem engin yfir sumarmánuðina. WOW mun því sitja eitt að sumarmarkaðnum til þessarar borgar næsta sumar.

Á vefnum Túristi er farið yfir málið og bent á að frá því í janúar til ágúst á þessu ári hafi 26 þúsund manns flogið á milli borganna (talið í stakri flugleið). Segir þar að stöðnun í sumar á fjölda farþega gæti ráðið því að forsvarsmenn easyJet hafi ákveðið að leggja leiðina niður, en félagið stefnir á að hefja aftur flug í október. 

Sætanýting félagsins það sem af er ári hefur verið 83%, en á vef Túrista segir að það virðist ekki vera nóg fyrir félagið til að halda fluginu áfram allt árið. Sætanýting easyJet á öllum flugleiðum félagsins er um 91,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK