Pabbi Paul Walker kærir Porsche

Paul Walker lést í desember 2013.
Paul Walker lést í desember 2013. EPA

Faðir leikarans Paul Walker, sem lést í bílslysi fyrir tæpum tveimur árum síðan, hefur höfðað mál gegn bílframleiðandanum Porsche. Hann telur bílinn sem Walker keyrði hafa skort ákveðin öryggisatriði sem eigi að vera til staðar í hefðbundnum bílum.

Walker var farþegi í bíl af tegundinni Porsche Carrera GT sem vinur hans Roger W. Rodas keyrði þegar slysið varð. Bíllinn var markaðssettur sem kappakstursbíll sem mætti nota á götunum. 

Faðirinn, Paul William Walker III, segir bílhurðirnar hafa verið af lélegri gæðum en hurðar margra ódýrari tegunda á borð við Honda Civic. Þá hafi hönnunin á öryggisbeltinu verið léleg þar sem Walker gat ekki losað beltið eftir slysið og var á lífi í eina mínútu og tuttugu sekúndur eftir að slysið varð en komst hins vegar ekki út úr bílnum áður en hann varð alelda.

Kæran var lögð var í Los Angeles á miðvikudag.

Ekkja ökumannsins hefur áður lagt fram svipaða kæru. Porsche hefur neitað sök en málinu er ekki lokið. 

Frétt mbl.is: Porsche kært vegna dauða Walkers

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK