Starfsmenn VW fá mánaðarfrí

Frá kynningu á Volkswagen Golf GTE Sport bílnum á dögunum.
Frá kynningu á Volkswagen Golf GTE Sport bílnum á dögunum. AFP

Starfsmenn Volkswagen í Þýskalandi fá langt og gott frí yfir jólin eða tæpan mánuð. Enda eflaust margir þreyttir eftir síðustu mánuði. Verksmiðjum fyrirtækisins verður lokað þann 17. desember og opnaðar aftur 11. janúar.

Þeir sem eru að smíða nýja VW Tiguan jeppa fá hins vegar aðeins styttra frí, eða frá 21 desember til 4. janúar. Á síðustu árum hafa starfsmenn aðeins fengið frí á milli jóla og nýárs.

Um 600 þúsund manns starfa hjá VW víðs vegar um heim og þar af starfa um 250 þúsund í Þýskalandi.

Samkvæmt talsmanni fyrirtækisins hafa verksmiðjurnar þegar náð framleiðslumarkmiði ársins auk þess sem markaðsaðstæður spila inní. „Við viljum byrja árið 2016 í góðu skapi,“ segir hann í samtali við CNN Money.

Sala á VW bifreiðum dróst saman um 5,3 prósent í október og alls seldi fyrirtækið um þrjátíu þúsund færri bíla í mánuðinum en fyrir ári síðan.

VW hefur áætlað að hneykslismálið muni kosta fyrirtækið að minnsta kosti 8,7 milljarða evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK