Planta 26.000 trjám gegn útblæstri

Kolviður plantar trjám fyrir viðskiptavini sína til móts við koltvísýringsútblástur …
Kolviður plantar trjám fyrir viðskiptavini sína til móts við koltvísýringsútblástur þeirra. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Silicor Materials á Íslandi tilkynnti í dag samning við fyrirtækið Kolvið um árlega plöntun á 26 þúsund trjám á Íslandi. Samstarf fyrirtækisins við Kolvið er sagt fyrsta skref fyrirtækisins í því að kolefnisjafna starfsemi sólarkísilvers fyrirtækisins á Íslandi.

Aðeins er áætlað að kísilverið gefi frá sér um 48 tonn af koltvísýringi árlega sem fyrirtækið þakkar innbyrðis tækniþróun sinni en óbein losun koltvísýrings s.s. vegna byggingaframkvæmda á Grundartanga og flutninga er metin um 2.600-2.800 tonn árlega. Frekari skref eru fyrirhuguð að sögn fyrirtækisins og mun verða greint frá þeim þegar af þeim verður.

Kolviður var stofnað af Landvernd og Skógræktarfélagi Íslands og býður einstaklingum og fyrirtækjum kaup á plöntun trjáa til móts við kolefnisfótspor sitt. Með því er stuðlað bæði að aukinni kolefnisbindingu og beinum umhverfistengdum verkefnum hér á landi svo sem jarðvegsbindingu með uppgræðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK