Garðar kaupir í Eik fyrir 55 milljónir

Garðar Hannes Frið-jónsson, forstjóri Eikar, þegar félagið var skráð á …
Garðar Hannes Frið-jónsson, forstjóri Eikar, þegar félagið var skráð á markað. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, færði í dag hluti sem hann á í félaginu fyrir rúmar 58 milljónir króna yfir í einkahlutafélagið Burðarbita ehf., sem Garðar er 100% eigandi að.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Garðar hafi selt 7.410.461 hluti á genginu 7,86. Kaupandinn var sem fyrr segir einkahlutafélagið Burðarbiti ehf.

Eik var skráð á markað í lok apríl á sölugenginu 6,80 krónur á hlut. Bréf félagsins hafa hækkað um átján prósent á árinu.

Á fyrstu níu mánuðum ársins námu rekstrartekjur félagsins rúmum 4,3 milljörðum króna og þar af voru leigutekjur 4,1 milljarður. Hagnaður fyrir tekjuskatt á sama tímabili nam 3,8 milljörðum króna.

Eik fasteignafélag sinnir rekstri og útleigu á atvinnuhúsnæði. Fjöldi eigna félagsins er yfir 100 og telja þær samtals yfir 273 þúsund fermetra miðað við lok september 2015

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK