Icepharma kaupir Yggdrasil

Yggdrasill selur lífrænar- og heilsuvörur.
Yggdrasill selur lífrænar- og heilsuvörur. mbl.is/Halldór Kolbeins

Gengið hefur verið frá kaupum Icepharma hf. á öllu hlutafé í Yggdrasil ehf. Seljendur eru Auður I fagfjárfestasjóður og Eignarhaldsfélagið Lifandi ehf. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Yggdrasill ehf. var stofnað árið 1986 og er heildsölufyrirtæki í innflutningi og sölu á lífrænum vörum og heilsuvörum. Helstu vörumerki félagsins eru NOW fæðubótarefni, matvörur undir merki Himneskrar Hollustu, Isola jurtamjólk, Nakd hrábarir m.m.

Icepharma hf. er leiðandi fyrirtæki á heilbrigðismarkaði og hefur sérhæft sig í innflutningi á lyfjum, tækjum og búnaði fyrir heilbrigðiskerfið auk innflutnings á heilsu- og íþróttavörum. Má þar nefna vítamínin Hollusta heimilisins, lífræna barnamatinn frá HiPP, snyrtivörurnar frá Burt‘s Bees auk þess að vera umboðsaðili fyrir íþróttavörur frá NIKE og Speedo.

Í tilkynningu er haft eftir Margréti Guðmundsdóttur, forstjóra Icepharma, að starfsemi Yggdrasils falli vel að starfsemi Icepharma enda hafi fyrirtækið trú á því að aukin áhersla verði á heilbrigðan lífsstíl á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK