Kínverjar veiddu mest

Árið 2013 var heimsaflinn 93,8 milljónir tonna, sem er 1,4 milljónum tonnum meira en árið áður, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Samkvæmt frétt Hagstofunnar veiddist mestur afli í Kyrrahafi. Mest veidda tegundin er perúansjósa, eins og á síðustu árum, en næstmest veidda tegundin er alaskaufsi.

Mest af heimsaflanum var veitt í Asíu, næstmest í Ameríku og svo Evrópu.

Líkt og áður veiddu Kínverjar mest allra þjóða árið 2013, en Norðmenn veiddu mest allra Evrópuþjóða og eru í 12. sæti yfir mestu veiðiþjóðir.

Íslendingar veiddu næstmest allra Evrópuþjóða og eru í 18. sæti heimslistans, líkt og árið áður, með 1,47 prósent af heimsaflans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK