Einn fárra sem komust gegnum hrunið

Sparisjóður Suður-Þingeyinga gerir athugasemdir við athugasemdir FME.
Sparisjóður Suður-Þingeyinga gerir athugasemdir við athugasemdir FME. Jim Smart

Sparisjóður Suður-Þingeyinga er eitt fárra fjármálafyrirtækja sem komust gegnum bankahrunið án aðstoðar. Það segir ef til vill meira um starfshætti sjóðsins en gagnsæistilkynning Fjármálaeftirlitins.

Þetta segir í yfirlýsingu frá Ara Teitssyni, stjórnarformanni sjóðsins.

Eins og mbl.is greindi frá í vikunni hefur Fjármálaeftirlitið gert ýmsar athugasemdir við útlánastarfsemi sjóðsins. Telur eftirlitið að verklagið sé ekki í sam­ræmi við ákvæði laga og reglna er varða eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Frétt mbl.is: Óeðlilegt verklag og lánað án trygginga

Tekið er fram að sjóðurinn hyggist í öllum tilvikum verða við tilmælum Fjármálaeftirlitsins þó að hann telji í ákveðnum tilfellum gengið lengra en reglur geri ráð fyrir.

Í yfirlýsingunni segir að stjórn sparisjóðsins harmi áfellisdóm Fjármálaeftirlitsins. „Stjórn og starfsfólk sparisjóðsins hefur á undanförnum árum leitast við að vinna með Fjármálaeftirlitinu að því að uppfylla sífellt hertar reglur og kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja og mun halda áfram á sömu braut.“

Óhjákvæmilega þurfi hins vegar að koma nokkrum atriðum á framfæri.

FME gerði m.a. sérstaka athugasemd við tvö lán sem voru veitt án trygginga og í tveimur tilvikum voru gerðar athugasemdir við verklag og vinnubrögð sjóðsins. Sparisjóðurinn áréttar að um eldri lánveitingar sé að ræða, með allt að 10 ára sögu, þrátt fyrir að skilja megi tilkynningu eftirlitsins þannig að lánin hafi verið veitt á árunum 2014 og 2015.

Matskennd fyrirmæli

Þá segir að fyrirmæli í reglum Fjármálaeftirlitsins um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti séu matskennd. Samt sem áður hafi verið gerð athugasemd við að skjalfest verklag sjóðsins væri ekki í samræmi við þessar reglur. „Fjármálaeftirlitið hefur heimildir til að setja fram æskileg mælanleg viðmið en þau hafa hvergi verið gerð opinber né gerð frekari grein fyrir því hvað telst eðlilegt út frá eðli og umfangi starfsemi,“ skrifar Ari.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK