Fiskurinn á hærra verði fyrir túrista

Fiskurinn virðist kosta 1.990 krónur á íslenska seðlinum en 3.300 …
Fiskurinn virðist kosta 1.990 krónur á íslenska seðlinum en 3.300 krónur á þeim enska. Samsett mynd

Matseðlana á veitingastaðnum Bryggjan Brugghús úti á Granda má telja nokkuð villandi. Á íslenska seðlinum er fiskur dagsins verðlagður á 1.990 krónur en á þeim enska, sem erlendir gestir fá afhentan, er hann verðlagður á 3.300 krónur.

Veitingastaðurinn var opnaður í lok október á síðasta og er til húsa að Grandagarði 8, á jarðhæð í sama húsi og CCP.

Elvar Ingimundarson, einn eigenda staðarins, segir að um prentvillu sé að ræða og bætir við að von sé á nýjum matseðil bráðlega. 

„Ef túristi kemur í hádeginu er hann ekki látinn borga þetta verð,“ segir hann.

Elvar segir matseðlana hafa verið prentaða í flýti og að starfsmenn hafi rekið augun í villuna eftir það. „En útlendingarnir borga sama verð og aðrir.“

Aðspurður segir hann að matseðillinn með villunni hafi verið í notkun frá áramótum.

Engar undantekningar

Samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu eiga fyrirtæki, sem selja vörur eða þjónustu, að merkja allt með verði eða sýna það á áberandi hátt til þess að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það.

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, segir að engar undantekningar séu gerðar frá þeirri reglu. Vörur eigi að vera verðmerktar á réttan hátt. Þá bætir hún við að auðvelt eigi að vera að laga verðlagningu með því að líma yfir gamla verðið eða breyta því á annan hátt ef ekki er mögulegt að prenta út nýja seðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK